Quantcast
Channel: hveiti – Blaka.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 50

Kanilkökur með hvítu súkkulaði

$
0
0

Aftur býð ég upp á smákökur í þessum mánuði, einfaldlega út af því að það er svo gaman að baka smákökur og svo hentugt að eiga nokkrar í dunki þegar gesti ber óvænt að garði. Og þar sem ég er í fæðingarorlofi hentar það mér einstaklega vel.

Þessi uppskrift er, eins og flestallar á þessu bloggi, mjög einföld og aðstoðaði fimm ára gömul dóttir mín mig með þessar eins og herforinginn sem hún er. Þær eru keppniskökur þegar búið er að dýfa þeim í hvíta súkkulaðið en því má líka alveg sleppa og háma þær í sig einar og sér.


Kanilkökur með hvítu súkkulaði
Hráefni
Aðferð
  1. Hitið ofninn í 190°C og setjið bökunarpappír á ofnplötur.
  2. Blandið smjöri, 1 1/2 bolla af sykri, eggjum og vanilludropum vel saman.
  3. Bætið hveiti, cream of tartar, matarsóda og salti vel saman við.
  4. Blandið 3 matskeiðum af sykri og kanil saman í lítilli skál.
  5. Skiptið deiginu í 48 hluta. Dýfið hverjum hluta í kanilsykurinn og mótið síðan kúlu úr deiginu. Dýfið kúlunni svo aftur í kanilsykurinn og passið að sykurinn hylji kúluna.
  6. Setjið kúlurnar á ofnplöturnar, fletjið þær létt út með lófanum og bakið í 8 til 10 mínútur.
  7. Leyfið kökunum að kólna alveg, bræðið hvíta súkkulaðið og dýfið þeim ofan í.

The post Kanilkökur með hvítu súkkulaði appeared first on Blaka.is.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 50