Quantcast
Channel: hveiti – Blaka.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 50

Mangóbaka með myntulaufum

$
0
0

Ég hef aldrei verið sérstaklega hrifin af því að nota ávexti í bakstur – kannski út af því að maður er skaðbrenndur af endalausum frómas með dósaávöxtum sem manni voru gefnir við minnsta tilefni í æsku.

En ég er öll að koma til og þessi baka er gott dæmi um það. Hún er fersk, hún er sumarleg og hún er afar einföld – alveg eins og ég vil hafa það.


Mangóbaka með myntulaufum
Hráefni
Aðferð
  1. Hitið ofninn í 190°C. Blandið hveiti, sykri og salti saman í skál.
  2. Skerið smjörið í litla bita og hnoðið því saman við hveitiblönduna. Því næst er egginu bætt saman við.
  3. Kælið blönduna þar til ofninn er orðinn heitur. Smyrjið form og setjið deigið í það. Stingið göt í deigið með gaffli og bakið í 10 til 15 mínútur.
Fylling
  1. Þeytið eggin í potti. Maukið mangóið í matvinnsluvél.
  2. Bætið mangómaukinu, hvíta súkkulaðinu og safa úr hálfri sítrónu saman við eggin og hitið yfir meðalháum hita.
  3. Leyfið blöndunni að malla í nokkrar mínútur og kælið hana síðan.
  4. Hellið kaldri blöndunni yfir kaldan botninn og skreytið með myntulaufum.

The post Mangóbaka með myntulaufum appeared first on Blaka.is.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 50